Feimin blaðra. Á ensku „Shy-bladder“ og einnig „Paruresis“.
Í stuttu máli þá þýðir þetta að þú getur ekki pissað ef þú heldur að einhver sjái, viti af þér, heyri í þér, bíði eftir þér, og svo framvegis.
Bæði kynin, en algengara hjá körlum, allur aldur, allar stéttir, menn giska á ca 1-2 % hjá körlum en minna hjá konum.
Ástæðan fyrir þessu er að varnarkerfi hugans er of virkt, það gefur boð um hættu, þó að það sé engin hætta og þú getur ekki slökkt á því.
Það sem menn vita er að þetta er elsti hluti heilans sem sér um varnarkerfið (Mandlan) og það er ástæðan fyrir því hvað erfitt er að vinna á þessu , þetta er inngreip djúpt í stýrikerfið, þetta bjargaði okkur á öldum áður þegar við vorum á sléttunni og áttum alltaf von á árás, og það er þetta varnarkerfi sem rústar lífi okkar núna.
Afleiðingarnar eru alvarlegar, viðkomandi dregur sig í hlé, hann getur ekki gert það allir aðrir geta, sem er að pissa þegar þér er mál, þú hættir að ferðast, forðast staði þar sem þú hefur ekki ró og næði, hugsar stöðugt um þetta og oft leiðir þetta til áráttu sem eflist og í kjölfarið kemur kvíði og vanlíðan, afleiðingarnar eru miklar, vinna, fjölskylda og þú líðið fyrir þetta.
Ég hef glímt við þetta í seinni hluta æfinnar og stundum þá hefur vanlíðanin verið svo mikil að maður hefur verið komin að þolmörkum.
Fyrir ca 2 árum þá ákvað ég að reyna að finna lausn og datt þá í hug að búa til búnað sem ég get haft á mér og pissað í, án þess að nokkur viti af, þá fer varnarkefið ekki af stað, þetta hefur hjápað mér og mér finnst mér bera skylda til að segja frá þessu ef þetta gæti hjálpað öðrum.
Með bestu kveðju, Sigurður R